Davíð Rúnars til liðs við Stólana

Davíð Þór Rúnarsson. Mynd: Fjölnir.is

Króksarinn Davíð Þór Rúnarsson er genginn á ný til liðs við lið Tindastóls og er löglegur strax í næsta leik í 2. deildinni.

Davíð er uppalinn Tindastólsmaður og mikill reynslukappi en hann hefur á síðustu árum leikið með Reykjavíkurliðunum Víkingi, Fjölni og Þrótti og alltaf vitað hvar mörkin eru á vellinum.

Feykir.is hafði áður lýst eftir Davíð Rúnari en penni hinna brottflognu hefur verið fastur í höndum Davíðs Rúnars frá  því í vor. Feykir.is fagnar því að Davíð er fundinn og býður hann velkominn heim í fjörðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir