Dansmaraþon Árskóla hófst í morgun
Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla hófst í morgun og lýkur í fyrramálið fimmtudaginn 12. október klukkan 10:00. Þá verða krakkarnir búin að dansa í sólarhring. Logi Vígþórsson, danskennari stjórnar dansinum sem fyrr. Upphaf og lok maraþonsins fara fram í íþróttahúsinu en annars dansa 10.bekkingarnir í matsal skólans.
Dansmaraþonbolirnir eru seldir eins og áður og eru þeir bleikir að þessu sinni, hægt er að kaupa boli hjá ritara en það er takmarkað magn í boði.
Líkt og fyrri ár er kaffihús sem verður opið í anddyri íþróttahúss frá klukkan 10:00 og í matsal skólans frá klukkan 15:30. Þar verður hæt að kaupa nýbakað bakkelsi. Matarsala verður svo í matsalnum frá klukkan 19:00. Þar verður hægt að kaupa sér pizzasneiðar og gos.
Árlegir viðburðir eins og þessir eru alltaf skemmtilegir, þar sem hver sem er getur litið við hjá krökkunum, horft á þau dansa, dansað með þeim og við þau, keypt af þeim mat og bakkelsi og stutt við krakkana í þeirra fjárölfun í leiðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.