Dálítil él í kortunum

veðurUm Strandir og Norðurland vestra verður þokkalegt veður á næstu dögum en samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður veðrið með eftirfarandi hætti. Norðaustan víða 8-13 m/s, skýjað og dálítil él, en norðlæg átt, 3-8 í kvöld.

Vaxandi norðaustanátt og úrkomumeira á morgun, 10-18 síðdegis, hvassast á Ströndum. Frost 2 til 9 stig, kaldast inn til landsins.

Spá gerð: 01.12.2009 06:12. Gildir til: 02.12.2009 18:00. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðan og norðaustan 8-13 m/s og víða él, en úrkomulítið suðvestanlands. Dregur úr vindi austantil um kvöldið. Hiti 0 til 3 stig við sjóinn, en annars 0 til 5 stiga frost.

Á föstudag:
Austan og norðaustan 8-13 m/s og él eða slydduél, einkum við ströndina. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Austan 8-13 m/s og slydda eða rigning með köflum um landið sunnanvert, en úrkomulítið norðantil. Hlýnar heldur í veðri.

 Á sunnudag:
Austlæg átt og dálítil væta sunnantil, en annars úrkomulítið. Hiti um og yfir frostmarki.

Á mánudag:
Útlit fyrir austlæga átt með slyddu eða rigningu, en snjókomu til landsins, einkum á austanverðu landinu. Hiti breytist lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir