Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í dag
Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og halda því í ár upp á 60 ára afmæli sitt jafnframt.
Félag leikskólakennara í samstarfi við enntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hrundu verkefninu af stað árið 2008 og haldið hefur verið upp á daginn síðan og með því stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og kynningu þess út á við.
Af þessu tilefni ætla börn og starfsfólk leikskólanna í Skagafirði að lyfta sér á kreik með ýmsum hætti. Birkilundar í Varmahlíð ætlar í gönguferð um hverfið og sýna sig og sjá aðra. Á Furukoti, Glaðheimum, Krílakoti og í skólahóp í Árvist á Sauðárkróki verður opið hús á milli kl. 9:15 og 10:15 þar sem gestir geta fylgst með börnum í leik og starfi. Börnin á Barnaborg á Hofsósi ætla að færa íbúum elliheimilisins á Hofsósi lummur og djús í dag og syngja fyrir þá nokkur lög. Í Brúsabæ á Hólum verða börnin með myndlistasýningu í andyri Háskólans á Hólum á morgun og á milli 13:30 og 14:30 verða börnin á staðnum og segja frá myndum sínum og syngja nokkur lög inn á milli. Í Bangsabæ í Fljótum verður foreldrum boðið upp á kaffi og vöfflur mánudaginn 8. febrúar kl. 12:45.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.