Dagur Guðmundar góða á morgun

Þriðjudaginn 16. mars verður dagskrá í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal í tilefni dags Guðmundar biskups góða. Dagskráin hefst kl. 17:00

Þar mun Óskar Guðmundsson flytja erindi sem hann nefndir: Biskupinn og skáldið vinátta Guðmundar góða og Snorra Sturlusonar.
Að erindi loknu eru fyrirspurnir og umræður. Gunnar Þorgeirsson óbóbleikari flytur tónlist.

Úthlutað verður úr Áheitasjóði Guðmundar góða.

Dagur Guðmundar góða hefur verið haldinn hátíðlegur á Hólum síðustu ár og hefur um leið verið úthlutað úr fyrrnefndum sjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir