Dagný og Jónas með hæstu einkunn
Sveinspróf í húsasmíði var haldið í tréiðnadeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í níunda sinn dagana 12. – 14. desember s.l.
Þeir sem þreyttu prófið voru Dagný Stefánsdóttir, Georg Gunnarsson, Ingólfur Örn Helgason, Jón Óskar Guðlaugsson, Jónas Logi Sigurbjörnsson, Óskar Broddason, Rögnvaldur Egilsson, Sturlaugur Fannar Þorsteinsson og Sveinn Smárason og stóðu þeir sig allir með ágætum og var meðaleinkunn þeirra fyrir verklega hlutann 6,32
Prófið fólst í því að nemendur smíðuðu beinan stiga með handriði á pílum.
Dagný Stefánsdóttir og Jónas Logi Sigurbjörnsson voru með hæstu einkunnina fyrir verklega hlutann 7,7.
Meistari Dagnýjar er Friðrik Rúnar Friðriksson hjá fyrirtækinu Lambeyri í Skagafirði og meistari Jónasar er Björn Svavarsson hjá fyrirtækinu Ýr h.f. á Sauðárkróki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.