Dagmar og Berglind héldu tombólu
feykir.is
Skagafjörður
17.07.2009
kl. 09.18
Þær vinkonur Dagmar Lilja Hreiðarsdóttir og Berglind Björg Sigurðardóttir sem báðar eru 8 ára gamlar héldu tombólu um daginn til styrktar Þuríði Hörpu.
Tombólan var haldin fyrir utan Hlíðarkaup laugardaginn 11. júlí og söfnuðu þær alls um 13 þús. krónum sem eiga eftir að koma sér vel fyrir Þuríði. Stelpurnar létu fylgja baráttukveðjur til Þuríðar.
Börn hafa verið dugleg að styrkja Þuríði og á bloggsíðu hennar Óskastein.com má sjá skemmtilegt kort sem hún fékk frá velviljuðum börnum sem greinilega hugsa um velferð hennar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.