Chloe Wanink til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Chloe Wanink tekur við viðurkenningu fyrir að hafa skorað 1000 stig – þó ekki í einum leik. MYND AF NETINU
Chloe Wanink tekur við viðurkenningu fyrir að hafa skorað 1000 stig – þó ekki í einum leik. MYND AF NETINU

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina bandarísku Chloe Wanink um að leika með kvennaliði Tindastóls næsta vetur. Chloe er öflugur bakvörður og skytta en hún spilaði síðast fyrir University of Mary þar sem hún var fyrirliði liðsins og með 47,4% þriggja stiga nýtingu. Hún er frá Cameron í Wisconsin, er 25 ára gömul og 170 sm á hæð.

Chloe, sem hefur þjálfaramenntun og var aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði University of Mary, mun koma að þjálfun yngri flokka Tindastóls. Hún var fyrirliði kvennaliðs University of Mary til þriggja ára, var með 16 stig að meðaltali í leik tímabilið 2019-2020 og var þá með 47,4% hittni í 3ja stiga skotum eða þriðju bestu hittnina á landsvísu.

„Við bjóðum Chloe Wanink velkomna á Krókinn og hlökkum til að fylgjast með henni og liðinu öllu næsta vetur,“ segir í tilkynningu frá Stólunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir