Byggingar potast áfram

Það væsir ekki um iðnaðarmenn sem vinna að því að reisa leikskóla og verknámshús á Sauðárkróki, enda veðrið ekki beinlínis verið til stórkostlegs vansa í vetur. Og ekki  er annað að sjá en rífandi gangur sé í framkvæmdum.

Eftir því sem Feykir hefur hlerað er stefnt að því að taka leikskólann í notkun síðsumars sem og nýja viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Á meðan Ísland og Frakkland áttust við á laugardaginn skaust taugastrekktur ljósmyndari Feykis á rúntinn og myndaði þessi ágætu hús. Frakkarnir unnu samt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir