Byggðasafnið fékk styrk til uppsetningar á snyrtiaðstöðu fyrir fatlaða

Sveitarfélagið Skagafjörður fékk 3 millj. kr. styrk til uppsetningar snyrtingar fyrir fatlaða við bílaplan á safnsvæði Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ, frá Ferðamálastofu.

Fyrirhugað er að koma upp snyrtingum fyrir alla safngesti fyrir sumarið en þess má geta að gestir á sýningar í Glaumbæ síðastliðið sumar voru yfir 30 þúsund.

Á heimasíðu Byggðasafnsins er stiklað á stóru í starfsemi safnsins á síðasta ári. Þá var húsnæði lagfært;  gluggar og hurðir á Gilsstofu og Áhúsi voru máluð og safnbúðin var færð úr Áshúsinu yfir í Gilsstofuna þar sem nú er megin móttaka og upplýsingaþjónusta fyrir gesti safnsins. Gert var við gaflþil á Syðri-Skemmu og Suðurdyrum á gamla bænum í Glaumbæ.

Sjá nánar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir