Byggðarráð hafnar erindi um reiðveg milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

Meirihluti byggðaráðs hefur hafnað erindi frá hestamannafélögunum Léttfeta og Stíganda varðandi reiðveg milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. En félögin óskuðu eftir  styrk frá sveitarfélaginu í þetta verkefni árið 2010 að upphæð 1.500 þús.kr.

Var erindinu hafnað á þeim forsendum að um sé að ræða framkvæmd sem fé hefur verið veitt til í gegnum reiðveganefnd Vegagerðarinnar og Landssambands Hestamanna. Fyrirsjáanlegt sé að sveitarfélagið þurfi að leggja fé til reiðvegagerðar á grundvelli aðalskipulags,
sem bíður staðfestingar ráðherra.
 
Páll Dagbjartsson vísaði á fundinum í fyrri bókanir sínar þess efnis að hann teldi ástand  reiðvegamála í Skagafirði sveitarfélaginu til vansa og að hann telji að sveitarfélaginu beri að gera ráð fyrir fjármunum í þetta verkefnu á árinu 2010. .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir