Byggðaráð mótmælir einhliða ákvörðun

radhus4Byggðaráð Skagafjarðar mótmælti á fundi sínum í gær einhliða ákvörðun um að í fjárlagafrumvarpi ársins 2010 sé ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum  til endurgreiðslu vegna refaveiða.
Samkvæmt 4. mgr. 12.gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, er endurgreiðsla kostnaðar vegna refaveiða háð því að fjármunir fáist til þess í fjárlögum.
Byggðarráð mótmælir þessari einhliða ákvörðun á lækkun framlaga til refaveiða og krefst þess að ríkið endurgreiði að lágmarki útlagðan virðisaukaskatt vegna veiðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir