Bryndís sýnir í Sauðárkróksbakaríi
feykir.is
Skagafjörður
11.12.2009
kl. 17.17
Það er í mörg horn að líta í Sauðárkróksbakaríi og þar kennir margra grasa. Ekki er nóg með að nú í desember þvælist fyrir viðskiptavinum gómsætar smákökutegundir og bakkelsi af öllum stærðum og gerðum heldur er myndlistarsýning á veggjum í veitingasal en þar sýnir Bryndís Þráinsdóttir forstöðumaður Farskólans list sína.
Að sögn Róberts Óttarssonar yfirbakara og látúnsbarka hafa gestir og gangandi verið afar jákvæðir fyrir sýningunni og skorar hann á fólk að kíkja í heimsókn.
oli@feykir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.