Bryggjan í Haganesvík lagfærð.

Unnið við grjótvörn vi'ð bryggjuna í Haganesvík á dögunum. mynd ÖÞ:

Í síðustu viku lauk fyrsta áfanga í viðgerð á bryggjunni í Haganesvík, sett var um 500 rúmetrar af grjóti framan við bryggjuna og með því er talið varna megi því  að sjórinn grafi undan henni. Éins og áður hefur komið fram skemmdist stálþil fremst á bryggjunni í stórbrimi í fyrra. Þá gróf undan því þannig að það hrundi fram og löndunarkrani sem á því var eyðilagðist.

 

 

 Jón Örn Berndsen byggingafulltrúi sagði að framkvæmdirnar nú væru unnar samkvæmt tillögum Siglingamálastofnunar. Hann sagði ennfremur að á næsta ári væri áformað að steypa nýja þekju á bryggjuna og setja upp löndunarkrana. Það voru Víðimelsbræður sem sá um framkvæmdina nú en grjótið var sótt til Siglufjarðar. Auk þessa löguðu þeir einnig grjótvarnargarð í Haganesvík sem skemmdist í sömu hamförum og bryggjan, en fullyrða má að hefði sá garður ekki verið til staðar hefði orðið tjón á gömlu húsunum í Haganesvík.     ÖÞ:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir