Brött byrjun í körfunni í haust

Úrvalsdeildarlið Tindastóls í körfubolta hefur leik hér á heimavelli í Iceland Express deildinni næsta haust með leik gegn Grindvíkingum sem urðu í öðru sæti síðasta Íslandsmóts. Þetta er ljóst eftir að töfluröð fyrir næsta mót var gerð opinber.

 

Næsti leikur á eftir verður gegn Njarðvíkingum á útivelli en þeir hafa rakað að sér leikmönnum undanfarið og verða ógnarsterkir. Þriðju andstæðingarnar verða síðan Íslandsmeistarar KR á heimavelli. Það verða því hörkuleikir strax í upphafi Íslandsmótsins.

 

 

Áætlað er að Íslandsmótið hefjist 15. október.

/sk.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir