Breytingar á útibúaneti Nýja Kaupþings
Að undanförnu hefur Nýi Kaupþing banki leitað leiða til að hagræða í rekstri sínum vegna kröfu um hagræðingu í íslenska bankakerfinu. Liður í þeim aðgerðum er að starfsemi afgreiðslunnar á Hofsósi flyst til útibúsins á Sauðárkróki frá og með 7. desember næstkomandi.
Í þessum hagræðingaraðgerðum er leitast við að finna sem flestum önnur störf í bankanum og er uppsögnum haldið í lágmarki. Settur verður upp hraðbanki á Hofsósi og lagt verður áhersla á að breytingarnar hafi sem minnst óþægindi í för með sér fyrir viðskiptavini. Banka- og reikningsnúmer haldast óbreytt sem og númer á debet-, tékka- og sparnaðarreikningum.
Síðasti opnunardagur afgreiðslunnar á Hofsósi er 4. desember, eftir þann dag geta viðskiptavinir afgreiðslunnar haft samband við Pálma Rögnvaldsson afgreiðslustjóra í síma 455-5331 ef þeir þurfa frekari upplýsingar vegna breytinganna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.