Breytingar á sorphirðu hjá Blönduósbæ
Frá 1. júlí breyttist almenn sorphirða hjá Blönduós úr 10 daga hirðingu í 14 daga hirðingu. Á það bæði við um dreifbýli og þéttbýli.Íbúum stendur til boða að fá endurvinnslutunnu við heimili sitt og verður hún losuð einu sinni í mánuði.
Við Draugagil verður möguleikum til flokkun úrgangs sem fer til endurvinnslu fjölgað og er aðalega um flokkun dagblaða, ferna og bylgjupappa að ræða.
Ný endurvinnslustöð við Efstubraut verður opnuð á haustmánuðum en þar verður gengið enn lengra í flokkun úrgangs og allir flokkar sem bera skilagjöld verða þar flokkaðir og sendir í endurvinnslu.
Hafist verður handa við söfnun á jarðgerðarúrgangi í sumar á svæði við Draugagil og er ætlunin að nýta jarðveginn til ræktunar í bænum í framtíðinni.
Stefnt er að því að nýtt sameiginlegt urðunarsvæði fyrir Norðvesturland verði tekið í gagnið á næstu mánuðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.