Breytingar á samþykktum Húnavatnshrepps.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
08.02.2010
kl. 09.57
Ýmsar breytingar voru gerðar á nefndarskipan á síðasta fundi hreppsnefndar Húnavatnshrepps, sem munu taka gildi á nýju kjörtímabili. Atvinnumálanefnd og Samgöngu- og fjarskiptanefnd lagðar niður.
Stofnuð verður þess í stað Atvinnumála- og samgöngunefnd, sem í eru þrír aðalmenn og þrír til vara. Undir nefndina heyra atvinnumál og samgöngumál sveitarfélagsins. Á sama fundi var lögð fram tillaga frá E-lista um að fækkað yrði í hreppsnefnd úr sjö fulltrúum í fimm. A-listi lagði til að fjöldi fulltrúa í hreppsnefnd yrði óbreyttur og var það samþykkt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.