Breyting á lögum um fæðingar- og foreldraorlof
Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem felur í sér breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000. Breytingin mun taka gildi 1. júlí 2009 og eiga við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júlí 2009 eða síðar.
Réttindi foreldra barna sem fæðst hafa, verið ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur fyrir þann tíma haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:
Réttur foreldra á vinnumarkaði til fæðingarorlofs vegna fæðingar, ættleiðingar eða varanlegs fóstur barna fellur nú niður er barnið nær 36 mánaða aldri vegna fæðingar og 36 mánuðum eftir að barn kemur inn á heimili vegna ættleiðingar eða varanlegs fósturs í stað 18 mánaða áður.
Hámarksgreiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns eða sjálfstætt starfandi vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júlí 2009 eða síðar verður 350.000 kr. Þar sem Fæðingarorlofssjóður greiðir 80% af meðaltali heildarlauna jafngildir það 437.500 kr.
/Vinnumálastofnun - Fæðingarorlofssjóður
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.