Brandon Garrett leysir Hester af hólmi
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið til næstu þriggja mánaða við Bandarískan leikmann að nafni Brandon Garrett. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi þess að leikmaður félagsins Antonio K. Hester meiddist og gefa læknar honum 2-3 mánuði að ná sér að fullu.
Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir að Brandon Garrett sé kraftframherji sem telur 206 sentimetra á hæðina. Hann er fæddur á því herrans ári 1990 og hefur leikið þrjú tímabil á Spáni en á síðasta tímabili lék hann í Sviss. Þar lék hann með liði Geneve Lion og varð bikarmeistari með liðinu.
„Brandon Garrett verður kominn til landsins á miðvikudag og eru pappírsmálin hans komin af stað og ekki útilokað að leikmaðurinn geti jafnvel leikið með liðinu í næsta leik,“ segir Stefán.
Hér fyrir neðan má sjá kappann rífa niður fráköst og setja nokkra bolta ljúflega í körfu andstæðinganna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.