Bragaþing 2009
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.08.2009
kl. 16.03
Landsmót hagyrðinga verður haldið í Hótel Laka, Efrivík í Landbroti laugardaginn 29. ágúst og hefst kl. 20,00.
Skemmtun fyrir alla sem ánægju hafa af kveðskap, hvort sem þeir yrkja sjálfir eða ekki en þeir sem geta eru beðnir að glíma við yrkisefnin: Höfuðdagur, franskir strandmenn og jötuninn stendur með járnstaf í hendi.
Miðaverð á mótið, kvöldverðarhlaðborð innifalið, kr. 4900. Gisting kr. 6000 á mann í tveggja manna herbergi, morgunverður innifalinn.
Pantanir á aðgöngumiðum og gistingu hjá Hótel Laka í síma 4874694. Gistingu þarf að panta í síðasta lagi 16. ágúst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.