Bræðslan hlaut Eyrarrósina

Eyrarrósin fór pínulítið í Skagafjörðinn þetta árið en tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra hlaut þessa sérstöku viðurkenningu sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff afhenti þeim bræðrum Magna og Áskeli Heiðari Ásgeirssyni verðlaunagripinn fyrir hönd Bræðslunnar.

Viðurkenningunni fylgir fjárstyrkur að upphæð 1,5 milljón króna og verðlaunagripur til eignar eftir Steinunni Þórarinsdóttur.

Áskell Heiðar er sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og þrælvel giftur Skagfirðingnum Völu Báru Valsdóttur. Feykir óskar öllum þeim sem að Bræðslunni standa til hamingju með daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir