Bóthildur Halldórsdóttir er Húnvetningur ársins 2009

Bóthildur Halldórsdóttir Húnvetningur ársins 2009. Mynd: Húni.is

Lesendur Húnahornsins hafa valið Bóthildi Halldórsdóttur á Blönduósi Húnvetning ársins 2009. Bóthildur fékk yfirburða kosningu en hún er þekkt fyrir baráttu sína fyrir málefnum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi.

Meðal þess sem fólk sagði um Bóthildi var þetta: „Lætur sig málin varða og situr ekki bara úti í horni og röflar“, „Baráttuvilji og fylgin sjálfum sér“, „Frábær baráttukona“ og „Er samkvæm sjálfri sér og vílar ekki fyrir sér að bjóða yfirvöldum birginn“.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir