Borgarafundur klukkan fjögur - Borgarafundur klukkan fjögur
Boðað hefur verið til borgarafundar í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra klukkan fjögur í dag. Að fundinum stendur hópur fólks sem mótmæla vill þeim vinnubrögðum og áformum heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki renni undir stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem stýrt verði frá Akureyri
Fundarstjóri verður Áskell Heiðar sem mun lesa upp drög að ályktun. Síðan verða örstutt ávörp sem flutt verða af Brynjari Pálssyni, Herdísi Pálmadóttur, ungri ófrískri konu sem nýflutt er til bæjarins, Sigríði Þorgrímsdóttur og Gunnari Braga Sveinssyni.
Því næst verður fundarmönnum boðið að tjá sig áður en ályktunin verður borin upp og send ráðuneytinu.
Jafnframt verður Jafnframt verður undirskrifralisti lagður fram að helstu staði í Skagafirði um helgina og sendur með til ráðherra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.