Borgarafundur fyrst körfuboltaleikur svo

Tindastóll og Snæfell mætast í Síkinu í kvöld en það þessu sinni má gera ráð fyrir að Tindastólsmenn tefli fram al skagfirsku liði. Það er því um að gera að rifja upp stemningu fyrri ára, fjölmennum og sínum samstöðu, fyrst á borgarafundi og síðan á körfuboltaleik. Áfram Skagafjörður!

 

Leikurinn í kvöld er í því fyrsti leikurinn í seinni umferðinni í Iceland Express deildinni. Fyrri leikur liðanna í haust fer ekki sögubækur fyrir glæsilegan sóknarleik, heldur fer hann í bækurnar fyrir lágt stigaskor. Stólarnir unnu hann 55 - 57 og ekki oft sem heildarskorið í einum leik er undir 115 stigum. Bæði lið hafa ekki verið talin til betri sóknarliða deildarinnar það sem af er vetri. Snæfellingar treysta á góðan varnarleik, því þeir skora rétt rúmlega 80 stig í leik. Stólarnir skora tæplega 80 stig í leik, eða 79,5 stig. Það má því búast við hörkuleik í kvöld. Stólarnir tefla væntanlega fram al skagfirsku liði, þar sem Darrell Flake er ekki orðinn leikfær ennþá og Sören Flæng farinn til Danmerkur.  Leikurinn hefst kl. 19:15 að venju

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir