Borgarafundur á Sauðárkróki

Frá borgarafundinum s.l. vetur

Félög Framsóknarflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Skagafirði boða í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð til opins borgarafundar í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í dag kl. 17:30. 

Tilefnið er boðaður niðurskurður á starfsemi ríkisins í Skagafirði og þá sérstaklega þær skipulagbreytingar hjá embætti sýslumanns og héraðsdómara á Sauðárkróki sem verið hafa í umræðu síðustu vikur.

Stuttar framsögur á fundinum halda fulltrúar frá Sýslumannsembættinu á Sauðárkróki, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki.
Í lok fundarins verður lesin upp ályktun sem send verður ríkisstjórn Íslands.
Þingmönnum Norðvesturkjördæmis verður boðið sérstaklega til fundarins.

Mótmælum hörðum niðurskurði á almannaþjónustu í Skagafirði, mætum og sýnum samstöðu, stöndum vörð um opinber störf og þjónustu, segir í tilkynningu félaganna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir