Bongó, þoka, sól, rigning, vindur

ALdís Olga. AÐSEND MYND
ALdís Olga. AÐSEND MYND

„Ég bý á Hvammstanga og er ekki í sumarfríi. Er það of biturt svar í júlí?“ spyr Aldís Olga Jóhannesdóttir sem ætlar að gera alls konar á Eldi í Húnaþingi í ár. „Ég hef verið viðloðandi þessa hátíð í mörg ár og hef þeyst á milli viðburða. Mér þykir sérstaklega skemmtilegt að skella mér á tónlistarbingóið, en ætli ég láti ekki krílastund fyrir 0-3 ára eiga sig.“

Ef Eldur í Húnaþingi hátíðin væri hamborgari, hvernig hamborgari væri hún? „Ef Eldur í Húnaþingi væri hamborgari þá væri hún (hátíðin) á villigötum. Hún er meira svona eins og vefja, alls konar af öllu fyrir alla.“

Hvað hefur þér þótt eftirminnilegast á Eldi í Húnaþingi í gegnum árin? „Ég er sennilega ekki rétta manneskjan til að spyrja að því, því ég myndi segja öll vinnan, afraksturinn og þátttaka íbúa og annarra velunnara. Ef ég yrði pínd í að segja eitthvað, þá væri það sennilega Melló Músika í gegnum árin. Reyndar var ég líka voða hrifin af bílabíóinu sem við hentum í eitt árið.“

Hvernig lýsirðu hátíðinni í fimm orðum? „Bongó, þoka, sól, rigning, vindur. Mér detta einna helst veðurlýsingar í hug, hafandi verið viðloðandi skipuleggjendur sem þurfa að vera á tánum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir