Bóluefni af skornum skammti

heilbrigdisstofnun2 Þeir sem ætluðu að skrá sig í bólusetningu gegn svínaflensu á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki í gær gripu í tómt þar sem ekki er hægt að fá meira bóluefni að svo stöddu.

Um fimm hundruð manns skráðu sig í bólusetningu á mánudag þegar opnaði var fyrir skráningu almennings en þar sem mun minna hefur borist af bóluefni en gert hafði verið ráð fyrir hefur nú verið lokað fyrir skráningu.

 

Þegar tryggt hefur verið að meira bóluefni fáist mun það verða auglýst sérstaklega og ættu þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu þá að geta pantað tíma.

 

Nokkur hundruð Skagfirðinga voru sprautuð í forgangshópi auk þessara fimm hundruð sem nú hafa fengið tíma en þó má vera ljóst að mikið vanti upp á til þess að hægt verið að bólsetja alla Skagfirðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir