Bolti og ball á Páskaskemmtun Tindastóls

Heyrst hefur að Agent Momo ætli að mæta og freista þess að vinna fyrsta Páskamót Molduxa. Hér tekur einn öflugasti agentinn, Jóhannes Björn, við verðlaunum Draugamóts Molduxa, sem haldið var í stað Jólamóts, úr höndum Vignis Kjartanssonar, þingforseta Molduxa.
Heyrst hefur að Agent Momo ætli að mæta og freista þess að vinna fyrsta Páskamót Molduxa. Hér tekur einn öflugasti agentinn, Jóhannes Björn, við verðlaunum Draugamóts Molduxa, sem haldið var í stað Jólamóts, úr höndum Vignis Kjartanssonar, þingforseta Molduxa.

Laugardaginn í páskahelgi, 16. apríl, verður blásið til hátíðar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem keppt verður í körfubolta um daginn en stiginn dans um kvöldið. Allur ágóði rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

Jólamót Molduxa hefur ekki farið fram síðustu tvenn jól vegna Kóvid og þá er um að gera að blása til Páskamóts Molduxa nú þegar veiran er á undanhaldi. Um 12 liða mót er að ræða þar sem keppt verður á tveimur völlum, þrír leikir á lið og úrslitaleikur efstu liða. Keppt verður í einum flokki, og raðast lið saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð. 

Skráning er hafin á pilli@simnet.is og er gjald á hvert lið kr. 25.000,- og skal greitt fyrir 10. apríl inn á reikning 0310-26-006000, kt. 590118-0600
Ef greiðsla er ekki komin fyrir þann tíma verður viðkomandi skráning ekki tekin gild. Allur ágóði rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

Rétt er að benda á að þeir sem eru í æfingahópi meistaraflokka í körfubolta eru ekki gjaldgengnir á mótið

 

DANSLEIKUR!

Um kvöldið ætlar Danssveit Dósa, ásamt Gunnari Hrafni Kristjánssyni og Malen Áskelsdóttur, að halda uppi stemningu fram á nótt. Húsið opnar kl. 22 og mun dansinn duna frá kl. 23 – 02 og er 18 ára aldurstakmark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir