Blönduósingar vilja taka yfir HSB
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
08.01.2009
kl. 15.33
Bæjarráð Blönduóssbæjar hefur óskað eftir fundi og viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um að sveitarfélagið taki yfir starfsemi Heilbrigðisstofnunar á Blönduósi (HSB).
-Við höfum áhuga á kanna hug ráðherra til þess að heilbrigðisstofnunin fari undir Blönduósbæ og lúti stjórn Blönduósbæjar. Það eru sóknarmöguleikar í heilbrigðisþjónustu í dag og ég tel að með því að hafa þetta á einni hendi geti heimamenn komið að þeirra vinnu með hag og framgang síns svæðis að leiðarljósi. Með það í huga að skapa fleiri störf og betri þjónustu en nú þegar er til staðar, segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.