Blönduósbær sýknaður

Frá Blönduósi  Mynd: Jón Guðmann

Blönduósbær hefur af héraðsdómi Norðurlands vestra verið sýknaður í máli sem Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Blönduósbæjar, höfðaði gegn sveitarfélaginu vegna meints brots á jafnréttislögum.
Forsaga málsins er sú að Jóna Fanney sagði upp störfum sem bæjaristjóri árið 2007 og hélt í önnur störf. Byggði Jóna Fanney mál sitt upp í því að laun eftirmanns hennar, Arnars Þórs Sævarssonar, væru hærri en laun þau er hún hafi þegið í bæjarstjóratíð sinni.

 Í dómsorði segir að með tilliti til biðlaunaréttar stefnanda hafi launakjör Jónu Fanneyjar ekki verið verri en eftirmanns hennar. Var því málinu vísað frá. Jónu Fanney er gert að greiða Blönduósbæ 350 þúsund króna málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir