Blessuð sólin elskar allt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.06.2010
kl. 08.22
Já það er sól og blíða þennan föstudaginn og spáin fyrir helgina gæti alveg verið verri. Spáin gerir ráð fyrir norðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en þokubakkar á annesjum. Hæg austlæg átt síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum.
Á morgun er gert ráð fyrir austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað að mestu og sums staðar væta um vestanvert landið, annars bjart að mestu en þokubakkar við N- og A-ströndina. Hiti 12 til 18 stig, en svalara á annesjum N- og A-lands.
Á sunnudag:
Austlæg átt, 8-13 m/s syðst á landinu og við N-ströndina, annars hægari. Skýjað og úrkomulítið sunnantil á landinu, en annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.