Blað brotið í sjósundsögunni

Heimir Örn Sveinsson, hefur bloggað um hið merka sjósund sem fór fram á laugardagskvöld. Feykir birtir hér fyrir neðan blogg Heimirs.
Í gær var brotið blað í íslandsögunni þegar þrír þreyttu Drangeyjarsund og einn Grettissund samtímis. Sjósundkapparnir Heimir Örn Sveinsson, Þórdís Hrönn Pálsdóttir, Þorgeir Sigurðsson og Skagfirðingurinn Heiða Björk Jóhannsdóttir.

Ljóst er að þetta var mikið afrek hjá þeim öllum og mörg Íslandsmet slegin þetta kvöld. Í fyrsta lagi voru þetta fyrstu konurnar til að klára Drangeyjarsund, í öðru lagi er Heiða yngsta konan(Axel Kvaran var 18 ára þegar hann synti Drangeyjarsund) og sú eina til að synda baksund alla leið, í þriðja lagi er Þorgeir sá elsti og einn af fáum án þess að fá nokkra næringu á leiðinni og að lokum var Heimir sá fljótasti til að synda Grettisundið til þessa en hann synti á tímanum 1 klukkustund og 36 mínútum og bætti metið um rúmar 30 mín. Heimir á einnig metið í Viðeyjarsundi 4,6 km sem hann sló nýlega (1:01,57).

Þorgeir synti á tímanum 2,26 klst. og Heiða Björk synti á tímanum 2,30 klst. Síðust í land var Þórdís Hrönn sem er núverandi Íslandsmeistari í 4km sjósundi var önnur konan til þess að synda þessa vegalengd og var 4 mínútum á eftir Heiðu.

Heimir hóf sundið frá uppgönguvíkinni í Drangey en hin þrjú byrjuðu frá sandfjörunni sunnan megin í eyjunni. Heimir synti því um 400 metrum lengra en lengd sundsins var 7,2 km (GPS mæling). Meðalhraði Heimis var 4,5 km/klst., en tölur vantar fyrir hina aðilana.

Heimir Örn var ósmurður í neon frean þríþrautargalla, en Þórdís Hrönn, Þorgeir og Heiða Björk voru í sundkeppnisgöllum (no neon frean) ásamt því að vera smurð með hitaeinangrandi smyrsli (Lanólin blanda). Þau voru með teipaða saman fingur til að koma í veg fyrir að missa gripið þegar kólnun byrjar að gera vart við sig.

Aðstæður voru eins og best verður á kosið, spegilsléttur sjór og 14 stiga hiti. Sjávarhiti var um 10-11° (óstaðfest).

Von er á myndum og fleiri upplýsingum um þessi stórmerkilegu sund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir