Björgvin skíðakappi slúttaði með skíðadeildinni

Fimtudaginn 29. apríl var vetrarstarfi skíðadeildar Tindastóls formlega slitið með glæsilegu lokafófi sem haldið var á Skagaströnd að þessu sinni.

Byrjað var á því að hittast við félagsheimilið en svo var farið í skoðunarferð um bæinn. Þar næst var farið í mat, grillaðar pylsur og læri með tilheyrandi meðlæti. Þegar desertinum (köku hlaðborð) hafði verið gerð skil, hófst verðlaunaafhending þar sem veitt voru verðlaun fyrir svig-keppni í Bakarísmóti og afhent 13 verlaun sem unnust á Reykjavíkurmóti sem haldið var á dögunum í Tindastól.

Að sjálfsögðu voru afhent verðlaun fyrir innanfélagsmótið og síðast en ekki síst þá voru afreksbikararnir afhentir en þá fá þeir sem hafa sýnt bestu ástundun, eru efnilegastir, sýnt mestu framfarirnar og svo er besti skíðamaðurinn valinn.

-Það er óhætt að segja að sjaldan eða aldrei hefur skíðaslúttið verið eins flott og núna, krakkarnir búnir að standa sig gríðalega vel í vetur. Björgvin Björgvinsson sem er besti skíðamaður lansins kom og afhenti afreksbikarana. Það var virkilega flottur og góður hópur sem fór heim klifjaður verðlaunum og viðurkenningum fyrir afraksturvetrarins. Við erum strax farin að hlakka til starfsins  næsta vetur en þá komum við til með að opna með látum og halda svera afmælisveislu í fjallinu, segir Sigurður Bjarni Rafnsson formaður skíðadeildarinnar glaður í bragði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir