Björgunarfélagið Blanda fékk hjartastuðtæki frá Lionsklúbbi Blönduóss
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
05.05.2010
kl. 08.19
Lionsklúbbur Blönduóss hefur um langt árabil stutt vel við bakið á ýmsum félagasamtökum og einstaklingum í sýslunni og var þetta starfsár engin undantekning frá fyrri árum. Þá hefur klúbburinn einnig styrkt ýmis verkefni utan sýslunnar.
Meðal þeirra verkefna sem klúbburinn styrkti þetta árið voru: Hjartastuðtæki til Björgunarfélagsins Blöndu, Orgelsjóður Blönduósskirkju, Vinir Kvennaskólans, Medic alert, björgunarstarf á Haíti og hún Matthildur litla Haraldsdóttir. Alls voru þetta styrkir upp á kr. 660.000.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.