Bjarni og Helga Una verðlaunuð á Kaldármelum

Bjarni Jónasson og Komma frá garði

Fjórðungsmótinu á Kaldármelum lauk á sunnudag í blíðskaparveðri. Keppendur af Norðurlandi vestra stóðu sig einkar vel og röðuðu sér hvarvetna í verðlaunasæti.

Sérstök reiðmenntunarverðlaun FT hlaut Helga Una Björnsdóttir úr Þyt en hún er afar efnilegur knapi sem á bjarta framtíð fyrir sér.  Helga Una sýndi frábæra frammistöðu á Karitas frá Kommu í flokki ungmenna og stóð uppi sem sigurvegari með einkunnina 8,57. Bjarni Jónasson úr Léttfeta var valinn knapi mótsins en hann lenti í 3. sæti í töltkeppninni á Kommu frá Garði sem einnig sigraði B flokk gæðinga með einkunnina 8,83. Þá var ræktunarbúið Steinnes úr Vestur Húnavatnssýslu valið ræktunarbú Fjórðungsmóts 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir