Bjarni gagnrýnir sölumeðferð á fiskeldi í Fljótum
Bjarni Jónsson, Vg og fyrrverandi formaður atvinnumálanefndar Skagafjarðar, gagnrýnir Nýsköpunarsjóð fyrir söluferlið á fiskeldisstöð í Fljótunum, sem nú hefur verið ákveðið að rífa en stöðin skemmdist talsvert í eldsvoða í maí. Uppsett verð hafi verið sjötíu milljónir króna, en stöðin hafi svo verið seld stuttu síðar á eitt hundrað þúsund krónur.
Nýsköpunarsjóður seldi núverandi eiganda stöðina árið 2006 fyrir eitt hundrað þúsund krónur, en brunabótamat hússins var ríflega 242 milljónir króna.
Bjarni gagnrýnir umrædda sölu, en hann óskaði eftir viðræðum um kaup á húsinu á sínum tíma í samvinnu við Hólalax, með atvinnuuppbyggingu í Fljótunum í huga. Þá vildi Nýsköpunarsjóður ekki láta húsið fara fyrir minna en sjötíu milljónir og viðræðurnar skiluðu því ekki árangri. Húsið var svo selt skömmu síðar til Alice á Íslandi ehf. fyrir eitt hundrað þúsund krónur.
Heimild: Rúv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.