Bílvelta í Hrútafirði

Bíll valt í grennd við býlið Hvalshöfða í Hrútafirði um klukkan sex í gærkvöldi. Þrjár stúlkur undir tvítugt voru í bílnum og voru þær fluttar til aðhlynningar á heilsugæslustöðina á Hvammstanga. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi reyndust meiðsl þeirra óveruleg.
Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt niður brattan vegkant og endaði ofan í læk. Frekari tildrög eru óljós, en að sögn lögreglu var engin hálka á svæðinu. Er bifreiðin talin ónýt
Heimild: mbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir