Bílskúrssölur og lummukaffi

Íbúar á Sauðárkróki eru að taka vel við sér öll söluborð í miðbænum á þrotum og einhverjar bílskúrssölur verð úti í bæ. Feykir.is hefur upplýsingar um sölur að Ægisstíg 10 milli 16 og 18 á laugardag og að Suðurgötu 2 milli 14 og 16 á laugardag. Þá verður boðið upp á lummur á Öldustíg 5 milli 14 og 15.

Auglýsingar aðilanna í heild eru hér að neðan;

Bílskúrssala verður haldin að Ægisstíg 10

(ath. að gengið verður inn um litlu dyrnar og þarf þá að fara inn á pallinn bak við húsið)

Salan verður opin laugardaginn kl. 16:00 -18:00 og sunnudaginn kl. 14:00 - 18:00

en þeir sem vilja líta við á öðrum tímum er velkomið að hringja í síma  661 7516

Margt til sölu og verðið frá 50 kr.

-mikið af fötum á alla fjölskylduna og vörum á góðu verði, barnavörur, húsgögn og fleira.

Vonumst til að sjá sem flesta og auðvitað verður boðið upp á lummur :)

Lummukaffi til boða á Öldustig 5 ...laugardaginn kl: 14:00 - 16:00

kv. Stefán og Rannveig

Markaðstorg að Suðurgötu 2

Kjólar, slæður barnafatnaður, handgerðar sápur, sultur, og margt margt fleira á ævintýralegu verði.

Boðið verður upp á lummur og kaffi og er gestum frjálst að skilja eftir framlög fyrir veitingunum en munu þau framlög öll renna til Þuríðar Hörpu.  Þá mun  Óskasteinninn verða til sölu í Suðurgötunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir