Bikarleikur hjá drengjaflokki í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.11.2009
kl. 13.57
Drengjaflokkur Tindastóls tekur þátt í Bikarkeppni KKÍ þetta árið þó að strákarnir spili ekki í Íslandsmótinu. Liðið er skipað yngri leikmönnum unglingaflokks og sérstökum gestum. Þeir spila í kvöld við Njarðvíkinga í bikarnum hér á heimavelli.
Leikurinn hefst kl. 20.30 og verður án efa skemmtilegt að fylgjast með þessum yngri helmingi unglingaflokks etja kappi við Suðurnesjarisana í Njarðvík.
Þetta er einnig gott tækifæri fyrir strákana að sýna hvað í þeim býr og sanna hvor helmingur unglingaflokksins sé raunverulega betri - sá yngri eða sá eldri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.