Betra líf með ADHD í 35 ár
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.10.2023
kl. 15.00
Október er alþjóðlegur vitundarmánuður um ADHD og er því við hæfi að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Samtökin eiga 35 ára afmæli í ár og er talið að um 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir.
Dagana 26.-27. október verður hápukt mánaðarins þegar tveggja daga alþjóðleg afmælisráðstefna verður haldin á Grand Hótel þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um það sem efst er á baugi í málefnum fólks með ADHD. Yfirskriftin á ráðstefnunni er Betra líf með ADHD og eru nú þegar um 200 þátttakendur skráðir á viðburðinn.Nánar um viðburðinn og skráning er hér.
Vissir þú t.d. að lengstu biðlistar innan heilbrigðiskerfisins, sem hafa tvöfaldast á einu ár, eru í ADHD greiningu og er biðin um þrjú ár? Við erum að tala um að í kringum 4000 þúsund einstaklingar séu á þessum biðlista.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.