Best að geta lagt Covidgrímuna á hilluna
Formaðurinn Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, eða bara Lulla, er ekki í vandræðum með að gera upp árið og reyndar velja sjálfa sig og vinnufélaga sína í heilbrigðisgeiranum sem mann ársins. Lulla er að sjálfsögðu formaður Leikfélags Sauðárkróks og liggur vanalega ekki á liði sínu þegar á þarf að halda.
Hver er maður ársins og hvers vegna? Auðvið ég sjálf, líka allir mögnuðu vinnufélagar mínir og fólk sem starfar með mér í hinum ýmsu félags- og sjálfboðastörfum. Vinnufélagar mínir í heilbrigðisgeiranum hafa unnið undir miklu álagi í langan tíma og oft manneklu líka. Stór hópur hefur starfað með mér í leikfélaginu, Freyjunum, foreldraráði FNV,2 fl kvk Tindastóls, nefndum og ráðum vinnutengd hefur unnið mikið sjálfboðastarf sem er mjög skemmtilegt og gefandi en líka krefjandi og tímafrekt en bráðnauðsynlegt sem sést vel eftir covid tímabil: Held samt stundum að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta fólk leggur mikið á sig.
Hver var uppgötvun ársins? Komst t.d. að því á golfmóti í vinnunni að ég er mun betri í golfi en ég hélt ég væri. Skemmtanalífið vaknaði í bænum þegar Siggi og Kristín opnu Kaffi Krók aftur og því aftur hægt að fara á pöbbarölt á milli Kaffi Króks og Grand-inn bar. Hvað við höfum það gott hér á Íslandi þó svo að við þurfum stundum að klífa brekkur og takast á við ýmislegt. Magnað líka að uppgötva hvað sumu fólki gengur illa að fara eftir einföldum fyrirmælum eins og covid reglum og lokunum. Síðustu dagar hafa líka kennt okkur að við erum bara litil peð þegar t.d veðurguðinn er í ham og margir þurfa að læra að LOKAÐ þýðir LOKAÐ af ástæðu en mörgu getum við ráðið t.d. með því að hafa bílanna okkar vel dekkjaða því það kemur víst stundum snjór og hálka í höfuðborginni.
Hvað var lag ársins? Lagið Þetta er fyrir Tindastól með Úlfur Úlfur og Í Lari lei sérstaklega flutningurinn hjá Hvanndalsbræðum og gestum á Laufskálaréttarballi 2022. Af hverju ? Það verður svo sturlað skemmtileg stemming.
Hvað var broslegast á árinu? Það hefur svo margt broslegt og spreng hlægilegt komið upp á árinu að það er erfitt að gera upp á milli held samt að það sem komist á topp 4 listann sé
*Þegar ég sá hana Grýlu vinkonu mína fljúga á hausinn (skeði reyndar í lok árs 2021) en er oft búin að horfa á video af því á þessu ári.
*Þegar ég fékk rosa góða hugmynd að færa ökutæki á milli staða
*Myndatöku sleðaferðin með nokkum úr vinnunni.
* Ótal skemmtilegar stundir með fjölskyldu, vinum, vinnufélögum og kunningjum.
Hvers er eftirminnilegast frá árinu 2022 – eða best? Þurfa ekki að nota grímur og annan covid búning á hverjum degi í vinnunni, samvera með fjölskyldu og vinum, útskrift dóttir minnar sem stúdent frá FNV er svo stolt af henni og öðrum nemendum sem hafa farið í gegnum framhaldsskóla árin á covid tímum, skemmtileg ferðalög innanlands sem og erlendis og að leikhússtarf varð aftur eðlilegt.
Varp ársins (sjónvarp/útvarp/hlaðvarp)? N4 og hlaðvarpið hjá Pétri Guðjóns.
Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Neikvæðni hjá sumu fólki sem getur endalaust tuðað á netinu.
Hvað viltu sjá gerast árið 2023? Ég vil sjá fullt af jákvæðum og skemmtilegum hlutum gerast. sem ég veit að ég mun gera með fólkinu mínu. Vinnulega vil sjá góða kjarasamninga, Ég vil sjá breytingu hjá sjórnvöldum sem gildir afturvirkt líka á mismunum hjá t.d. heilbrigsstarfsfólki á Landsspítalanum og út á landi. Dæmi um þetta er að Landspítalinn greiðir starfsfólki sínu viðbótarlaun vegna vinnuskyldu um jól og áramót í ár, nýtt fyrirkomulagið sem þekkist erlendis og komið til vegna mönnunarvanda. Þetta fær starfsfólk á heilbrigðisstofnunum út á landi ekki (allavega ekki minni stofnun) og skv heimildum sem ég hef var forstjórum þeirra stofnanna neitað um fund í ráðuneytinu en öll vinnum við hjá sama aðila. Ég geri mér fulla grein að ég vel að vinna vaktavinnu en finnst að svona eigi að ganga jafnt fyrir alla.
Gleðilega hátíð og takk fyrir gott ár 2022, megi 2023 verða okkur öllum gott og gæfuríkt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.