Beint frá býli hlýtur Fjöreggið 2009

Guðmundur Jón Guðmundsson í Holtseli, Hlédísi Sveinsdóttir og Árni Snæbjörnsson starfsmann samtakanna. Mynd: Bbl.isBeint frá býli hlaut í gær Fjöreggið 2009, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ), fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Er þetta í 17. sinn sem verðlaunin eru afhent og þykir mikill heiður fyrir aðila í matvælaframleiðslu að fá þau.

 Verðlaunin eru afhent á árlegum matvæladegi MNÍ sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Matvælaframleiðsla og gjaldeyrissköpun“.

Hlédís Sveinsdóttir, formaður Beint frá býli tók við verðlaununum en í umsögn dómnefndar segir: „Vinnsla og sala á matvælum beint frá býli til neytenda miðar að því að auka sóknarfæri til fjölbreyttari og vaxandi heimavinnslu þar sem öryggi og gæði framleiðslunnar eru höfð að leiðarljósi. Heimavinnsla tengist mjög ferðaþjónustu og kröfum neytenda um fjölbreyttara vöruúrval og nýja þjónustu.“

/Bbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir