Barnamót og Blönduhlaup hjá USAH
Barnamót USAH í frjálsum íþróttum verður haldið á Blönduósi miðvikudaginn 12. júlí og hefst það klukkan 18:00. Mótið er ætlað börnum sem fædd eru 2007 eða seinna, þ.e. 10 ára og yngri. Keppisgreinar eru 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup. Umf. Geisli hefur umsjón með mótinu og bjóða þeir upp á hressingu að móti loknu. Allir keppendur fá að launum þátttökuskjal og verðlaunapening.
Þá verður hið árlega Blönduhlaup hlaupið á Húnavöku, laugardaginn 15. júlí. Það verður ræst kl. 11:00 við útibú Arion banka að Húnabraut 5 á Blönduósi.
Hægt er að velja um þrjár hlaupalengdir í mismunandi aldursflokkum sem hér segir:
2,5 km: 15 ára og yngri – 16 ára og eldri.
5,0 km: 15 ára og yngri – 16 til 34 ára – 35 ára og eldri.
10 km: 34 ára og yngri – 35 ára og eldri.
Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir 12 ára og yngri og 2.500 kr. fyrir 13 ára og eldri.
Þátttakendur fá viðurkenningarskjal með skráðum tíma að hlaupi loknu og sigurvegar í hverjum flokki fá verðlaunapening að launum. Þá verða veitt glæisleg útdráttarverðlaun.
Frítt verður í sund fyrir keppendur hjá Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi að hlaupi loknu.
Skráning í hlaupið fer fram í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 10:00 á hlaupadag en einnig er hægt að forskrá sig í hlaupið með því að senda tölvupóst á usah540@simnet.is
Nánari upplýsingar um þessa viðburði er að finna á Facebooksíðu USAH, https://www.facebook.com/ungmennasambandahun/ og https://www.hlaup.is/dagbok.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=28561
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.