Barna- og unglingameistarar í golfi
Meistaramót barna og unglinga hjá GSS var haldið dagana 20. og 21. júlí.
Keppt var í byrjendaflokkum, 12 ára og yngri og 13-15 ára bæði í stráka- og stelpnaflokkum.
Allir spiluðu 36 holur og var keppnin jöfn og spennandi í flestum flokkunum. Ágætis þátttaka var í öllum flokkum og er starfið mjög líflegt þessa dagana.
Úrslitin urðu sem hér segir:
Byrjendaflokkur - strákar:
1. Hlynur Einarsson 262 högg
2. Pálmi Þórsson 284 högg
3. Hólmar Valdimarsson 291 högg
12 ára og yngri - stelpur:
1. Hekla Sæmundsdóttir 249 högg
2. Aldís Unnarsdóttir 255 högg
3. Matthildur Guðnadóttir 256 högg
12 ára og yngri - strákar:
1. Elvar Ingi Hjartarson 192 högg
2. Arnar Ólafsson 201 högg
3. Jóhannes Friðrik Ingimundarson 208 högg
13-15 ára stelpur:
1. Helga Pétursdóttir 223 högg
2. Sigríður E.Unnarsdóttir 231 högg
3. Elísabet Ásmundsdóttir 235 högg
13-15 ára strákar:
1. Arnar Geir Hjartarson 164 högg
2. Þröstur Kárason 185 högg
3. Ingi Pétursson 197 högg
Hægt er að sjá fleiri myndir frá mótinu á heimasíðu unglingastarfsins gss.blog.is
Nú styttist óðum í golfmót Unglingalandsmótsins en það verður haldið nk. föstudag og laugardag í Verslunarmannahelginni. Keppt verður í flokkum 11-13 ára, 14-15 ára og 16-18 ára, bæði í stráka og stelpnaflokkum.
Krakkarnir æfa því grimmt þessa dagana og síðan styttist í þriðja mótið í Norðurlandsmótaröðinni sem að verður haldið á Ólafsfirði miðvikudaginn 5.ágúst n.k.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.