Barlómar sterkastir

Barlómar stóðu uppi sem sigurvegarar á jólamóti Tindastóls þetta árið, en það fór fram í gær. Þeir unnu Gargó 29 - 27 eftir spennandi úrslitaleik. Barlómar byrjuðu betur og leiddu framan af.

Sigurlið Dverga 35+. Jói Sigmars, Gísli Sig, Eiríkur Loftsso, Árni Malla, Dóri Ásgeirsbrekku, Alli Munda og Palli Ólafs.

Gargó náði að jafna í síðari hálfleik og komast yfir, en góður endasprettur Barlóma tryggði þeim sigur eins og áður segir. Í 35+ flokknum unnu Dvergar alla sína leiki, en þrjú lið voru í þeim flokki, Molduxar og Kennarar auk Dverga.

Í heild mættu 14 lið til leiks í dag og höfðu menn greinilega gaman af og náðu að hrista aðeins af sér jólasteikina.

           

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir