Bandarískir nemendur á námskeiði á Hólum
Hópur nemenda frá University of Washington í Seattle, Bandaríkjunum voru á námskeiði á Hólum í tvær vikur í sumar. Þetta er í annað sinn sem námskeiðið er haldið á Hólum, og fyrirhugað er að auka þetta samstarf skólanna enn frekar.
Námskeiðið heitir Comparative history of ideas og er viðfangsefnið íslensk menning og saga og samband manns og náttúru (sjá http://depts.washington.edu/chid/showprogram.php?id=69).
Nemendurnir ferðuðust nokkuð útfrá Hólum og fóru einnig í gönguferðir. Þeir tóku virkan þátt í menningarlífi á Hólum og voru t.d. duglegir að sækja sunnudagstónleika í kirkjunni. Leiðangursstjórar og kennarar hópsins voru þau Phillip Thurtle professor og Francesca Hillery aðstoðarkennari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.