Bandarískir nemendur á Hólum
feykir.is
Skagafjörður
29.06.2010
kl. 08.00
Undanfarið hefur verið í gangi sumarnámskeið á Hólum fyrir unga háskólanemendur frá Salisbury University í Maryland í Bandaríkjunum. Formlegt samstarf er á milli háskólans í Salisbury og Háskólans á Hólum.
Dr. Eugene William er kennari stúdentanna ytra og leiðangursstjóri til Íslands. Viðfangsefni námskeiðsins er fyrst og fremst íslensk náttúra og er nálgunin bæði á formi fyrirlestra og vettvangsferða. Ýmsir sérfræðingar hafa kennt á námskeiðinu á vegum Háskólans á Hólum. Á myndinni sjáum við nemendurna ásamt umsjónarkennara námskeiðsins; Bjarna Kristófer Kristjánssyni deildarstjóra fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.