Bandaríska Langholtsrannsóknin heldur áfram

Glaðbeittur rannsóknarhópur. Mynd tekin af bloggsíðu hópsins.

Fyrir viku hófust á ný fornleifarannasóknir að Stóru-Seylu á Langholti, sem bandaríska rannsóknarteymið, sem verið hefur í Skagafirði við rannsóknir síðast liðin 8 ár, stendur að. Hópur mannfræðinga, fornleifafræðinga og jarðfræðinga úr Vesturheimi skoða jarðir á Langholti og víðar.

Einkum nota þeir jarðsjá við rannsóknirnar en hafa einnig grafið upp ákveðna staði í leit að elstu búsetuminjum. Þeir hafa þegar tekið ofan af stóru rannsóknarsvæði á Stóru-Seylu og stefna á að skoða jarðveg á Páfastöðum, Jaðri, Meðalheimi, Reynistað og víðar. Seinna í mánuðinum mun hluti af hópnum, sem í eru 24 manns, aðstoða Fornleifadeildarfólk við uppgröft í Glaumbæ, þar sem umfang og eðli fornleifa á svæðinu sem þegar hefur verið grafið upp að hluta verður fullkannað.

Hægt er að sjá bloggsíðu hópsins um uppgröftinn á Seylu HÉR

/Byggðasafn Skagfirðinga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir