Bananakjúklingaréttur og mexíkósk grænmetissúpa
Fyrir þremur árum deildu þau Gunnar Smári Reynaldsson og Klara Björk Stefánsdóttir á Sauðárkróki með lesendum Feykis, ljúffengum uppskriftum að kjúklingi og grænmetissúpu.
Bananakjúklingaréttur ( fyrir 3-4 )
- 2 kjúklingabringur
- 1 peli rjómi
- 2 pokar hrísgrjón
- 1 krukka mangó chutney
- 1 stór banani
- Karrý og tandoori
Byrjið að sjóða hrísgrjónin, og setjið í botninn á eldföstu móti. Skerið síðan kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu (ókryddað), setjið þá svo yfir hrísgrjónin. Skellið rjómanum og mangó chutney á pönnuna, látið sjóða, kryddið svo með karrý og tandroori eftir smekk. Hellið síðan sósunni út á hrísgrjónin og kjúklinginn í mótinu. Skerið svo bananann í sneiðar og raðið ofan á allt saman. Setjið inn í ofn í ca. 10 - 15 mínútur eða þangað til að bananinn er að verða dökkur. Borið fram með góðu brauði eða salati.
Mexíkósk grænmetissúpa. ( fyrir 3-4 )
- 6 dl vatn
- 2 dl mjólk
- 2 dl rjómi
- 1 bréf Toro Meksikansk tomatsuppe fra Guerrero
- 2-3 stórar kartöflur
- 1 poki hátíðarblanda ( frosið grænmeti )
Setjið vatn og mjólk í stóran pott og hellið Toro súpunni út í. Afhýðið og skerið í bita, og setjið í pottinn ásamt hátíðarblöndunni. Látið sjóða, skellið síðan rjómanum út í og látið malla þangað til að grænmetið og kartöflurnar er soðnar og súpan orðin þykk og girnileg. Borið fram með brauði.
Verði ykkur að góðu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.